Lausnir

Við erum aljþóðlegir sérfræðingar með reynslu í innleiðingu á sjálfbærnilausnum sem hluta af stefnumótun, þjálfun, mælingum og markvissri miðlun upplýsinga um samfélagslega þætti í rekstri.

Stefnumótun

Við aðstoðum skipulagsheildir við að innleiða og miðla upplýsingum um sjálfbærar stjórnunarlausnir  í samræmi við  þeirra stefnur og viðskiptalíkan. ​

Við bjóðum árangursríkar sjálfbærnilausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 

Sérfræðingar okkar aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að bregðast við breytingum i rekstrarumhverfi í takt við auknar kröfur um sjálfbærniviðmið í rekstri: umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, e.ESG)

Við aðstoðum við: 

 • Val og innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. SDGs)

 • Stefnumótun með áherslum á sérvalda ófjárhagslega þætti

 • Leiðbeinandi greiningu og vali á UFS (e. ESG) fjárfestingarkostum og útgáfu sjálfbærni miðaðrara skuldabréfa

 • Stefnumótandi vali á markmiðum, vísum, stefnum og mælieiningum

 • Skilgreiningu tækifæra til sjálfbærar verðmætasköpunar 

 • Uppfylla reglur er snúa að ófjárhagslegri upplýsingagjöf ​og breytingum í stjórnun

 • Skilgreina áherslur varðandi siðferðisviðmið til að tryggja samfélagslegt rekstrarleyfi (e. Social licence to operate) og verndun vörumerkis 

Þjálfun

Við bjóðum námskeið, kynningar, fyrirlestra og vinnustofur sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að búa sig undir innleiðingu á ferlum tengdum sjálfbærni.

Stutt yfirlit yfir námskeið og vinnustofur: 

 • Sjálfbærniskýrslugerð og samfélagslegur ávinningur 

 • Skilgreining viðskiptalíkana með samfélagslegum áherslum 

 • Samfélagsleg nýsköpun og tækifæri til verðmætasköpunar ​

 • Ábyrgar fjárfestingar 

 • Verðmætaskapandi viðskiptalíkön 

Skýrslugerð

Við aðstoðum við að safna, greina og miðla efnahags-,  umhverfis- og samfélagsmiðuðum upplýsingum. 

Samantekt, miðlun áreiðanlegra, traustra og gagnsærra upplýsinga. 

 

Sérfræðingar okkar hafa aðgang að hugbúnaðarlausnum til söfnunar og streymis gagna sem hægt er að nýta við miðlun upplýsinga.​​

 • Skýrslur um stöðu umhverfis, félagslega þætti og stjórnarhætti fyrirtækja og stofnana (UFS/ESG)  ​

 • Samfélagslagskýrslur (e. CSR) 

 • Skýrslur um framgang ábyrgrar fjárfestingar (e. PRI) ​

 • Skýrslur grænna skuldabréfa (e. GBP)​​

 • Skýrslur sem byggjast á GRI stöðlum ​

 • Skýrslur byggðar á heimsmarkmiðunum (e. SDG) ​

 • Samþætt skýrslugerð (e. IR) 

Viðmið og staðlar

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að innleiða samfélagslega ábyrg markmið, stefnur og verkferla, ásamt miðlun upplýsinga um framvindu, árangur og áhrif. 

   

Við framkvæmum þarfagreiningu og skilgreinum viðeigandi viðmið, staðla og lausnir sem styðja við stefnumótun og mismunandi rekstrarumhverfi. 

GRI.png
UN GCompact.png
SDG.png
Nasdaq.png
PRI.png