top of page
jon-flobrant-VCB8sqLZbMk-unsplash.jpg

Stefnumótandi áherslur og lausnir til aukinnar sjálfbærni í rekstri

 Sérsvið

nik-macmillan-YXemfQiPR_E-unsplash%20(3)

re: er ráðgjafarfyrirtæki á sviði sjálfbærrar þróunar 

​

Við erum sérfræðingar með reynslu í innleiðingu á sjálfbærnilausnum sem hluta af stefnumótun fyrirtækja og stofnana, þ.m.t. greiningu, mælingum, þjálfun og markvissri upplýsingagjöf lykilþátta.

​

Okkar lausnir fylgja aljóðlegum stöðlum og leiðbeiningum um áherslur ófjárhagslegra þátta sem notast er við á vegferð í átt að sjálfbærni og jákvæðum samfélagsáhrifum og miðlun upplýsinga um samfélagsábyrgð fyrirtækja (e. CSR).

​

Við vinnu okkar notumst við m.a. við ESG Nasdaq leiðbeiningar, markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heimsmarkmiðin, (e. UN SDGs), UN Global Compact, GRI staðla og UN PRI (e. Principles of Responsible Investing).  Einnig vinnum við með GHG leiðbeiningar (e. Green House Gas protocol), ICMA leiðbeiningar um græn skuldabréf (e. GBP, Green Bond Principles) og CBI leiðbeiningar um græn skuldabréf.

​ 

Nálgun

STEFNUMÓTUN

Skilgreining og innleiðing á nýjum stefnum, markmiðum og lausnum til aukinnar sjálfbærni í rekstri, þar sem tekið er tillit til viðskiptalíkans skipulagsheilda og starfsgreina 

ÞJÁLFUN

Þjálfanir og vinnustofur sem styðja stjórnendur skipulagsheilda við að aðlagast breyttum aðstæðum og nýjum áherslum með  auknum kröfum um sjálfbærni og samfélagsábyrgð

 

GREININGAR

Greiningar og innleiðing á lykilmælikvörðum skipulagsheilda til uppbyggingar verkferla og árangursmælinga á samfélagslegum áhrifum og ávinningi

​

SKÝRSLUGERÐ

Staðfesting og  miðlun samþættra upplýsinga um 

sjálfbærniþætti í rekstri til innri og ytri haghafa

​

Vitnisburður

Þór Egilsson

HR Manager, Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Það hefur verð mjög dýrmæt reynsla að vinna með Responsible Solutions við innleiðingu og gerð samfélagsskýrslu. Í vinnu með teyminu hef ég lært að þau hafa djúpa og víðtæka þekkingu og skilning á viðfangsefninu, sem hefur aukið verðmæti verkefnins

Hildur Grétarsdóttir

Gæðastjór, Vörður Tryggingar
"Ábyrgar lausnir leiddu vinnuna við fyrstu sjálfbærniskýrslur Varðar og það er mat okkar hjá Verði að það sé mjög mikilvægt að fá sérfræðinga með í það að móta skýrsluna og rammann sem unnið er eftir. Við áttum mjög gott samstarf við Ábyrgar lausnir í þessu verkefni. 
​

​

Ragnheiður M. Ólafsdóttir

Lögmaður/Attorney at law
Reitir Fasteignafélag

„Það hefur verið Reitum ómetanlegt að njóta leiðsagnar frá Ábyrgum lausnum við uppbyggingu gagnabanka og framsetningu skýrslna á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Viktoría er með afburða þekkingu á sviðinu og ávallt er brugðist fljótt og vel við öllum erindum Reita.“ 

matheo-jbt-pLoal7b3-eI-unsplash.jpg
bottom of page